Gólfbón

Bónuð gólf (linolium, vínill, asphalt, ect)

Útlit, vörn og hagkvæmni !

 • Í dag eru gerðar miklar kröfur til þess að gólfefnin séu með góðann gljáa
 • Það kemur slit í öll gólfefni!
 • Skaðsemi sands og salts, sem leysir upp bón, er óþarfi að tíunda hér, en ef þú ert ekki að slíta bónhúðina þá ert þú að slíta sjálfan dúkinn
 • Góð bónhúð eykur sölu og ver fjárfestinguna sem felst í gólfefnum
 • Það er ódýrara og skemmtilegra að láta MASSA halda gólfunum við en að endurnýja gólfin!

Linolium dúkar lífrænir og viðkvæmir!

 • Í dag eru linolium algengust gólfefna enda mjög fallegir dúkar
 • Vandamálið er að linólíum er viðkvæmt lífrænt efni
 • Ein bónleysing getur eyðilagt glænýjan dúk
 • Ef gólfinu er rétt viðhaldið þarf aldrei að bónleysa aftur

Bónkerfi Massa:

 • Fast verð sem miðast við fermetra fjölda
 • Okkar bónkerfi byggja á því að viðhalda efra bónlagi þannig að ekki þurfi að bónleysa
 • Upphafsvinnan er mikilvægust því að allur árangur byggir á henni
 • Þessa vinnu á ekki að þurfa að framkvæma nema einu sinni ef gólfefninu er rétt viðhaldið
 • Þegar bónkerfi er sett á fyrst, þarf að hreinsa allt gamalt bón af, grunna gólfflötinn, og bera sex til átta umferðir af bóni á flötinn, allt eftir því sem aðstæður leyfa
 • ÁBYRGÐ MASSA ÞRIF ehf: Við ábyrgjumst að gólfefnið undir bóninu verður í sama ástandi og þegar við byrjuðum að viðhalda gólfinu svo lengi sem við sjáum um viðhaldið og okkar leiðbeiningum um daglegt viðhald sé fylgt eftir!

Viðhaldsbónun:

 • Fast verð sem miðast við fermetra fjölda
 • Í viðhaldsbónun eru efstu bónlög hreinsuð og slípuð af. Grunnurinn er síðan póleraður og við bónum alt að þrjár umferðir. Hversu mikið er bónað, og hvar, fer eftir hversu mikið gólfin eru slitin og hvar slitið er mest
 • Við bjóðum 35% afslátt sé viðhaldsbónað eftir 6 mánuði, 25% afslátt sé viðhaldsbónað eftir 12 mánuði, og 5% afslátt sé viðhaldsbónað eftir 18 mánuði
 • Í flestum tilfellum dugar að koma einu sinni á ári
 • Ef of langur tími er liðinn getur þurft að byrja upp á nýtt og leysa allt bón af
 • ÞETTA ER ÓDÝRASTA LEIÐIN TIL ÞESS AÐ VIÐHALDA BÓNUÐUM GÓLFUM !

Lykilatriði í daglegu viðhaldi á bónuðum gólfum:

 • Skúra daglega þau svæði sem útiskór snerta daglega
 • Nota eingöngu Massaclean eða sápur sem við samþykkjum
 • Nota eingöngu kalt vatn
 • Að skipta plasttöppum undir stólfótum út fyrir filttappa
 • Að fá plastplötur undir allan stóla með hjólum
 • Að vera með mottur við alla innganga.