Bílaþrif

Á þetta við þig?

 • Ég hef áhyggjur af því að ég hugsi ekki nógu vel um bílinn
 • Ég flýti mér út úr bílnum því að hann er svo óhreinn
 • Þegar ég stíg upp í bílinn er bleyta í gólfinu
 • Það er stöðug ýldulykt í bílnum
 • Það er erfiðara og erfiðara að þvo bílinn
 • Stundum er hurðin á bílnum frosin föst eða ég kem ekki lyklinum í skrána
 • Ég sé ryð hér og þar í lakkinu
 • Álfelgurnar eru orðnar gráar og ljótar.

Vissir þú að hjá MASSA...

 • Er sett fljótandi bón undir lista, í kverkar og samskeyti. Þetta er mjög tímafrek aðgerð en nauðsynleg því þar er ryðhættan mest
 • Allir gúmmílistar eru siliconvarðir. Þessi vörn kemur í veg fyrir að gúmmíið harðni og að listarnir frjósi fastir
 • Það eru á milli 5 til 8 vinnutímar í meðal Alþrifspakka.

Vörn er mikilvæg!

 • Svo má ekki gleyma að verja bíla fyrirtækisins fyrir þeirri miklu tæringu sem er í vestfirska loftslaginu með bónhúð frá MASSA
 • Ryðið í bílnum hverfur ekki að sjálfu sér og ef ekkert er gert verður mikið tjón
 • Það er ekki sjálfsagt að bílar ryðgi! Hjá Massa eru eingöngu notuð níðsterk og endingagóð bón sem ekki bara vernda lakkið og fegra bílinn heldur auðvelda þrifin í leiðinni.

 

PANTA TÍMA